Leiðbeiningar fyrir tækjaleigu
Krapavélar
1. setja boxið framaná vélina og stinga í samband
2. passa að belgurinn ( þar sem krapið fer í ) hafi ekki skekst í flutningum, losa aðeins hvítu skrúfurnar og herða aftur
3. Setja 8 lítra af vatni og 2 lítra af bragðefni í vélina, vatnið fyrst
4. kveikja á vélinni, allir takkar eiga að vera eins, ef vélin er í gangi þá er allt rétt
5. eftir að kraið er klárt eftir ca 1 klst, þá má setja auka líter af vatni eða áfengi.
Eftir notkun skola í gegnum vélina með vatni ath að slökkva þá á takkanum sem á stendur FREEZE fyrst
Súkkulaði Gosbrunnar
1. Bræða súkkulaðið yfir heitu vatni eða í örbylgjuofni
2. Hella í skálinna
3. Alls ekki setja súkkulaði í toppstykkið þá myndast loft tappi sem mun bara gera óskunda.
4. kveikið að brunninum 2 min áður en súkkulaðið er sett í hann
5. ef súkkulaðið er keypt hjá okkur þá sérðu hvítar perlur, þetta er kakósmjör sem verður að vera svo súkkulaðið flæði betur og flýtir fyrir að það storkni á ávöxtunum.
Poppvél
1. Setja vélina saman
2. kveikja á öllum tökkum
3. Setja olíu í pottinn ásamt 3 popp baunum
4. þegar poppbaunirnar 3 eru poppaðar þá má setja 2 box af baunum ásamt einni skeið af salti í pottinn
5. Það tekur ca 5 mín að poppa þennan skammt, passa að fylgjast vel með og þegar það hættir að poppa þá að losa pottinn rösklega 2 sinnum
6. setja olíu og 2 box af poppi og eina af salt , allt í einu og svo koll af kolli
7. Þegar þú ert að poppa síðasta skammtinn þá þarf að slökka á hitanum á pottinum þegar poppið er byrjað að koma uppúr pottinum, leifa snúningnum samt að vera á.
ATH að þrífa bara með blautum klút, engin efni.
Taka svo pottin úr honum fyrir fluttning.
Candyfloss
Leiðbeingar við afhendingu.
Soundbox
Battery er hlaðið fyrir leigu en það tekur um 30 min að full hlaða aftur.
Stilla þarf saman síma og Soundboxið með Bluetooth tengingu.
ath... að volume takkinn á soundboxinu og símanum geta verið í lægsta eða hæðstu stillingu, passa vel.
Frekari upplýsingar og aðstoð gefur Sófus í síma 660-1770.